05 February 2014

Sykur eða fita?

Það hefur verið mikið í umræðunni um hvort er betra, kolvetnaríkt mataræði eða fituríkt. Þegar það er í raun hvorugt sem er betra heldur millivegurinn og að borða í jafnvægi sem er heilsusamlegast.

Heimildarmyndin Sugar vs. fat fjallar um eineggja tvíbura sem fara á sitthvort mataræðið, kolvetnaríkt og fituríkt. Skoðaður var munur á ýmsum hlutum eins og heilastarfsemi, þreki, þyngdartapi, líkamsfitu og vöðvahlutfalli, insúlín viðbragði og framleiðslu.

Kolvetnaríkt mataræði hafði betur þegar kom að heilastarfsemi og þreki en fituríkt þegar kom að þyngdartapi en þyngdartapið kom samt meira frá vöðvum en fitu. Einnig hafði fituríka þyngdartapið þau áhrif að insúlín framleiðslan jókst og insúlín viðbrögðin versnuðu sem þýðir að líkurnar á sykursýki 2 jukust mikið. Þetta er með því alvarlegra sem mér finnst við þessar niðurstöður og áhugavert þar sem það er alltaf verið að tala um að sykur auki líkur á sykursýki 2 sem hann gerir kannski í miklu magni en samkvæmt þessari tilraun hjá þessum tvíburabræðrum þá eru meiri líkur ef fituríkt fæði er borðað sem í raun er það sama og er lágkolvetnamataræðið.

Endilega kíkið á þessa mynd, það er margt mjög áhugavert sem kemur fram meira. Fræðslan í lokin alveg sérstakleg um unnin matvæli og hvernig matur sem er blandaður af sykri og fitu er svona ávanabindandi.