25 September 2013

Afmæli - ávextir

Ég átti afmæli um síðustu helgi og hélt upp á það með smá kaffi fyrir nánustu skyldmenni. Ég bakaði kökur með allri tilheyrðri óhollustu en ég ákvað líka að skera niður ávexti og grænmeti og sjá hvort það yrði eitthvað minna vinsælt. Það sem mér finnst samt eiginlega magnaðast er að þegar ég hef gert þetta, þá eru ávextirnir langvinsælastir hjá börnunum. Það var lítil frænka sem er alveg að verða 4 ára sem var ekkert smá ánægð með þetta, sérstaklega melónurnar.