28 September 2012

Markmið fyrir meistaramánuð

Hérna eru mín persónulegu markmið fyrir meistaramánuð sem á sér stað núna í október 2012. Ég ætla að einbeita mér að þeim hlutum sem mér finnst ég helst þurfa að bæta þessa dagana. Kannski á ég eftir að bæta aðeins á listann.

1. Hreyfing minnst 5 daga í viku
2. Halda viðbættum sykri undir 10% af daglegri neyslu
3. Fara að sofa fyrir miðnætti
4. Sleppa alveg áfengisneyslu
5. Nota tannþráð daglega