21 August 2012

Í stríð við fitupúkann - lífrænn matur

Það eru áhugaverðir danskir þættir á RÚV þessa dagana, sem heita "Í stríð við fitupúkann" eða "Fedt, fup og flæskesteg" á dönsku. Í þættinum í dag var fjallað um lífrænt fæði, hvort það væri betri kostur. Í næringarfræðinni var þetta stundum tekið fyrir sem málstofuverkefni og niðurstöðurnar voru yfirleitt aldrei neitt svart og hvítt svar frekar en það var í þættinum. Ég verð samt að viðurkenna að það snerti mig pínulítið að sjá hænurnar í troðning í búrunum sínum sem voru þær sem búa til "venjulegu" eggin.