20 August 2012

Áhrif mataræðis á blöðruhálskirtilskrabbamein

Í dag fór ég á áhugaverða doktorsvörn sem fjallaði um áhrif mataræðis á myndun blöðruhálskirtilskrabbameins. Það kom í ljós að það sem eykur líkurnar í mataræðinu er mikil mjólkurneysla og neysla saltaðs og reykts fisks á unglingsaldri. Það sem var verndandi var neysla rúgbrauðs á unglingsaldri og lýsis á efri árum. 

Það voru mjög áhugaverðar umræður um áhrifin sem komu til vegna rúgbrauðsins, hvort það væri mögulega vegna trefjaneyslu eða einhvers annars sem þessi verndandi áhrif voru fundin. Þessi áhrif fundust þó ekki með neyslu hafragrauts en það voru mun færri sem neyttu hans heldur en rúgbrauðs á þessum tíma, þannig að það er möguleiki að þessi verndandi áhrif komi til vegna trefjaneyslu.