25 August 2014

Ný heimasíða

Ég útbjó á dögunum nýja heimasíðu sem mun halda aðallega utan um þá þjónustu sem ég býð upp á eins og næringarráðgjöf, námskeið, matardagbók og matarprógrömm. Þessi síða (http://naering.com) mun áfram innihalda upplýsingar um næringu á ýmsan hátt, reiknivélarnar, uppskriftirnar og líka þjónustuna en nýjustu upplýsingarnar varðandi námskeið og annað slíkt sem verður í boði mun aðeins birtast á nýju síðunni.


31 May 2014

Nafnspjöld

Var að fà nafnspjöld úr pöntun. Mjög ànægð með þau :) 

17 April 2014

Hollari bakstur

Fann þessa snilldarmynd á pinterest, fullt af sniðugum hugmyndum til að gera baksturinn hollari!


05 February 2014

Sykur eða fita?

Það hefur verið mikið í umræðunni um hvort er betra, kolvetnaríkt mataræði eða fituríkt. Þegar það er í raun hvorugt sem er betra heldur millivegurinn og að borða í jafnvægi sem er heilsusamlegast.

Heimildarmyndin Sugar vs. fat fjallar um eineggja tvíbura sem fara á sitthvort mataræðið, kolvetnaríkt og fituríkt. Skoðaður var munur á ýmsum hlutum eins og heilastarfsemi, þreki, þyngdartapi, líkamsfitu og vöðvahlutfalli, insúlín viðbragði og framleiðslu.

Kolvetnaríkt mataræði hafði betur þegar kom að heilastarfsemi og þreki en fituríkt þegar kom að þyngdartapi en þyngdartapið kom samt meira frá vöðvum en fitu. Einnig hafði fituríka þyngdartapið þau áhrif að insúlín framleiðslan jókst og insúlín viðbrögðin versnuðu sem þýðir að líkurnar á sykursýki 2 jukust mikið. Þetta er með því alvarlegra sem mér finnst við þessar niðurstöður og áhugavert þar sem það er alltaf verið að tala um að sykur auki líkur á sykursýki 2 sem hann gerir kannski í miklu magni en samkvæmt þessari tilraun hjá þessum tvíburabræðrum þá eru meiri líkur ef fituríkt fæði er borðað sem í raun er það sama og er lágkolvetnamataræðið.

Endilega kíkið á þessa mynd, það er margt mjög áhugavert sem kemur fram meira. Fræðslan í lokin alveg sérstakleg um unnin matvæli og hvernig matur sem er blandaður af sykri og fitu er svona ávanabindandi.
30 December 2013

Vinsælustu færslurnar árið 2013
Takk kærlega fyrir þið sem heimsóttu síðuna á árinu 2013 og takk fyrir að fylgjast með á Facebook, Twitter og Instagram. Bestu óskir um farsælt og næringarríkt komandi ár :)
Í tilefni áramótana, þá tók ég saman vinsælustu færslurnar á síðunni á þessu ári.
Vinsælasta uppskriftin:


05 November 2013

Frétt í Morgunblaðinu í dag

Gaman að þessu, frétt í Morgunblaðinu í dag um síðuna :)01 November 2013

Instagram

Ég bjó til síðu á Instagram fyrir þessa síðu, þar munu koma fram alls konar skemmtilegar matartengdar myndir. Endilega gerið "follow" :)

Instagram

20 October 2013

App fyrir Android

Það var smá tilraunastarfsemi hjá mér í kvöld :) Ég bjó til "app" fyrir þessa síðu sem virkar á Android. Ég hef ekki sett hana á Google Play allavega enn, ég ætla allavega aðeins að prófa þetta meira fyrst. En þeir sem hafa áhuga geta downloadað (afsakið enskuslettur). Þetta er frekar hrátt en sýnir pistlana, rannsóknir, uppskriftir og bloggið.

25 September 2013

Afmæli - ávextir

Ég átti afmæli um síðustu helgi og hélt upp á það með smá kaffi fyrir nánustu skyldmenni. Ég bakaði kökur með allri tilheyrðri óhollustu en ég ákvað líka að skera niður ávexti og grænmeti og sjá hvort það yrði eitthvað minna vinsælt. Það sem mér finnst samt eiginlega magnaðast er að þegar ég hef gert þetta, þá eru ávextirnir langvinsælastir hjá börnunum. Það var lítil frænka sem er alveg að verða 4 ára sem var ekkert smá ánægð með þetta, sérstaklega melónurnar.